Skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar Automatic ehf.

1. Almennt

Þessir skilmálar gilda um viðskipti Automatic ehf., kt. 670808-0170 og viðskiptavina þess.
Skilmálarnir hafa að geyma almenn ákvæði um réttindi og skyldur beggja aðila. Nánari upplýsingar um skilmála þessa má fá í síma 512-3030. Viðskiptavinir geta einnig sent almennar fyrirspurnir á netfangið: pantanir@automatic.is

2. Um Automatic ehf.

Automatic ehf. sér að meginstefnu um miðlun á varahlutum frá Skandinavíu og er þannig ódýrari kostur þegar kemur að kaupum á  varahlutum á Íslandi. Um er að ræða miðlun á 6,5 milljónum varahluta sem eru yfirfarnir, vottaðir, rekjanlegir og í ábyrgð frá varahlutasala til viðskiptavinar.

Helstu upplýsingar félagið:

Automatic  ehf.
Heimilisfang Smiðjuvegur 11
Sími: 512-3030
Kt. 671106-1210
Netfang: pantanir@automatic.is

3. Samskipti við félagið

Almennt fara samskipti félagsins við viðskiptavini fram gegnum vefsíðuna www.automatic.is á
íslensku nema annað sé tekið fram eða leiði af eðli máls. Á vefsíðu félagins er hægt að fletta upp eftir
bílnúmeri hvort varahlutur sem leitað er að fyrir viðkomandi ökutæki sé til hjá þeim aðila sem Automatic miðlar frá birgjum erlendis. Ef hlutur er til fær viðskiptavinur upplýsingar um verð hlutarins í íslenskum krónum „kominn heim að dyrum“.

4. Greiðsluleiðir

Á vefsíðu Automatic ehf. má finna upplýsingar um þær greiðsluleiðir sem í boði eru svo sem með kreditkorti, millifærslu, kröfu í heimabanka og svo framvegis eins og þær eru á hverjum tíma.

5. Umboð

Viðskiptavinir geta veitt þriðja aðila umboð til að annast samskipti og viðskipti við félagið fyrir sína hönd. Umboð sem viðskiptavinir veita þriðja aðila skulu vera skrifleg og vottuð af tveimur vottum.

6. Hljóðritun símtala og tölvupóstar

Félagið áskilur sér rétt til að hljóðrita öll símtöl, bæði þau sem eru móttekin og þau sem starfsmenn félagsins hringja. Félaginu er heimilt að nýta sér upptökurnar ef upp kemur ágreiningur milli aðila og nauðsynlegt er að staðreyna innihald símtalsins, eða til að rannsaka mögulega saknæma og/eða refsiverða háttsemi starfsmanna eða viðskiptavina félagsins. Allir tölvupóstar sem félagið og starfsmenn hans móttaka og senda eru varðveittir í samræmi við lög og reglur hverju sinni. Hljóðritun símtala er í samræmi við ákvæði laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Úrvinnsla þeirra upplýsinga sem kunna að verða til við hljóðritun símtala er í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Félagið áskilur sér allan rétt til að varðveita upplýsingar sem verða til í viðskiptasambandi félagsins og viðskiptavina, svo framarlega sem félagið hafi lögmætra hagsmuna að gæta af varðveislu upplýsinganna. Félaginu er óheimilt að afhenda afrit af tölvupóstum og hljóðrituðum símtölum nema samkvæmt sérstakri lagaheimild eða úrskurði dómara. Félaginu er þó ávallt heimilt að afhenda lögreglu afrit þegar um slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða. Öll hljóðupptaka viðskiptavina af samskiptum sínum við starfsmenn félagsins, sem fram fara á starfsstöðvum félagsins, er óheimil nema gegn sérstöku samþykkir viðkomandi starfsmanns. Eigi upptaka sér stað, þrátt fyrir framangreint og án sérstaks samþykkis, er óheimilt að nýta sér slíka upptöku með hvaða hætti sem er. Áskilur félagið sér rétt til að kæra notkun slíkra hljóðupptaka til lögreglu.

7. Trúnaður, meðferð persónuupplýsinga og upplýsingaöryggi

Automatic ehf. byggir, ásamt öðru, á trúnaði og heilindum gagnvart viðskiptavinum. Félagið óskar eftir upplýsingum um viðskiptavini ef lög og reglur krefjast þess. Þá óskar félagið eftir upplýsingum frá viðskiptavinum sem varða þá þjónustu sem það veitir, en upplýsingar sem félagið aflar verða eingöngu nýttar í samræmi við þann tilgang sem þeim var ætlað. Félagið gætir að upplýsingaöryggi m.a. öryggi persónuupplýsinga og fjárhagsupplýsinga viðskiptavina sinna vegna greiðsluleiða sem boðið er upp á. tryggt er að upplýsingar séu eingöngu aðgengilegar þeim sem til þess hafa heimild. gætt er að nákvæmni og heilleika upplýsinga og úrvinnsluaðferða. Tryggt er að notendur, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum og tengdum eignum fyrirtækisins eftir þörfum.

8. Ábendingar og kvartanir

Á vefsíðu félagsins, www.automatic.is , er hægt að senda ábendingar varðandi hvaðeina er snýr að starfsemi félagsins, þjónustu þess og öðru. Þeir varahlutir sem Automatic ehf. miðlar eru notaðir og því seldir í því ástandi sem þeir eru í. Eðli málsins samkvæmt er ávallt um eitthvað slit að ræða á notuðum varahlutum. Eðlileg ending hvers varahlutar er almennt þekkt. Félagið miðlar ekki varahlutum sem líklegt þykir að nái ekki eðlilegri endingu en ábyrgð vegna galla er almennt tvö ár frá kaupum miðað við eðlilega notkun varahlutar og eftir atvikum ökutækis sbr. neytendakaupalög nr. 48/2003 en mögulega lengri ef um galla er að ræða á söluhlut sem ætlaður er mun lengri endingartími. Ef upp kemur ágreiningur vegna endingar varahlutar er unnt að senda Automatic kvörtun sem tekin verður til meðferðar jafnvel með aðstoð óháðs aðila sem metur eðlilega endingu hlutarins út frá notkun og meðferð á ökutæki. Ýmislegt getur gert það að verkum að varahlutur endist ekki með eðlilegum hætti svo sem óeðlileg notkun, meðferð og viðhald, framleiðslugalli, röng ísetning á verkstæði og svo framvegis. Automatic ehf. bætir ekki afleitt tjón af notkun notaðs varahlutar sem keyptur var gegnum félagið.

9. Dómstólar

Viðskiptavinir geta borið ágreining við félagið undir dómstóla nema í þeim tilvikum sem samið er sérstaklega að ágreiningur skuli fara fyrir gerðardóm

10. Gildistaka og breytingar

Félaginu er heimilt að fella viðskiptaskilmála þessa úr gildi, bæta við þá eða breyta hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara ef þær eru til hagsbóta fyrir viðskiptavin. Séu breytingar ekki til hagsbóta fyrir viðskiptavin taka þær gildi með mánaðar fyrirvara. Breytingar á skilmálum félagsins eru birtar á vefsíðu félagsins, www.automatic.is. Skilmálar þessir eru staðlaðir og verður ekki breytt af hálfu viðskiptavinar. Áritanir, útstrikanir, viðbætur eða annars konar breytingar sem viðskiptavinur gerir á þeim hafa ekki gildi gagnvart félaginu. Viðskiptaskilmálar þessir taka gildi 1. desember 2017.